logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla 15.des.23

15.12.2023 12:07

Allskonar verkefni sem tengjast jólastússi hafa verið unnin í Varmárskóla þessa vikuna. Þetta eru þó ekki eingöngu föndurverkefni, heldur tengjast þau öðru sem nemendur eru að læra, oftast bæði í stærðfræði og íslensku. Jólaföndur gefur skemmtileg tækfæri til að læra um samhverfur og speglanir og jólaorðaforðinn skapar líka allskonar tækifæri til skilgreininga og samræðna.

Orðaforðavinna er eitt af stóru verkefnunum sem bæði skóli og heimili þurfa að fást við. Með þessari frétt fylgir mynd af verkefni sem sýnir hvernig nemendur í þriðja bekk auka orðaforða sinn og málskilning í samvinnu heimilis og skóla. Það er mikilvægt að við munum eftir að nota fjölbreyttan orðaforða og máltæki með börnunum því orðaforðinn er undirstaða hugsunarinnar.

Við höfum fengið fjölmarga rithöfunda til að lesa úr bókum sínum og spjalla við nemendur og það má eiginlega segja að gengið hafi á með menningarviðburðum hjá okkur allan desember. Nú síðast var það Sævar Helgi Bragason sem kom og ræddi bæði um bókmenntir og vísindi við nemendur 6.bekkjar og nemendum þriðja bekkjar var boðið á kynningartónleika hjá Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, hér er smá sýnishorn frá tónleikunum.  https://youtu.be/qST5YguSQ7E

Í næstu viku eru bara þrír skóladagar og þann síðasta þeirra, 20.des. eru litlu jólin hjá okkur. Þann dag verður mikil gleði með jólaballi og allskonar leikjum. Það má koma með sparinesti en við biðjum ykkur um að hafa það hóflegt.  Dagskrá og skipulag á akstri hafa verið send foreldrum í mentorpósti. Skóli er frá 9-12 þennan dag en boðið upp á gæslu fyrir þá sem vilja til 13.20 þegar frístund tekur við.  Foreldrar eru beðnir að svara umsjónarkennurum um það.

Skóli hefst svo aftur hjá nemendum þann 4.janúar kl.8:10 eins og venjulega.

Hafið það gott um helgina

Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira