logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla 1.des. 23

01.12.2023 15:00

Tíminn líður með ógnarhraða og í næstu viku hefst aðventan með öllum sínum töfrum. Við ætlum að reyna að halda lágu spennustigi en verðum auðvitað samt með smá jólaundirbúning og margt sem við vinnum með í hinum hefðbundnu námsgreinum tengist jólum- og aðventu.

Við leggjum áherslu á að nýta efni sem best og greinilegt er að sú umræða hefur skilað sér til nemenda því í vikunni færðu nemendur úr þriðja bekk skólastjóranum fallega styttu af krumma. Gefendurnir tóku sérstaklega fram að styttan væri öll gerð úr afgöngum.

Þessi vika hefur verið viðburðarík eins og flestar vikur hjá okkur. Á miðvikudag fengum við heimsókn frá fyrrum starfsfólki Varmárskóla. Við upplýstum þau um helstu áherslur í skólastarfinu um þessar mundir og sýndum skólann okkar. Heimsóknin endaði svo með því að nemendur í 2.bekk sungu Varmárskólalagið við mikinn fögnuð gestanna. Myndband af þessari fallegu stund fylgir hér með https://youtu.be/M70g06gOjCI

Í dag, föstudag, á eldvarnadeginum fengu bæði 5.og 6.bekkur sérstaka fræðslu um eldvarnir og mikilvægi þess að hafa þær í lagi á öllum heimilum. Toppurinn á fræðslunni var svo heimsókn frá Sólrúnu Öldu sem brenndist illa í bruna fyrir fjórum árum, en móðir hennar er kennari við skólann og kom þessu í  kring. Það má með sanni segja að við vorum öll djúpt snortin af reynslu Sólrúnar og hugrekki hennar og eldmóði fyrir því að reyna að koma í veg fyrir að aðrir upplifi sömu hremmingar og hún hefur gert.

Við tókum líka þátt í degi íslenskrar tónlistar og sungum af einlægri gleði við undirspil hljómsveitarinnar Celebs og sendum inn myndband af söngnum okkar, látum hlekk á það líka fljóta hér með https://youtu.be/3OB4eVsDpXw.

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira