logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla 24.nóv.23

24.11.2023 16:17

Á mánudaginn kom hún Eva Rún Þorgeirsdóttir, rithöfundur í heimsókn til okkar og las upp úr bókunum sínum fyrir 5. og 6. bekk. Krakkarnir voru áhugasamir og hún  var einstaklega ánægð með þá sem áheyrendur.

Á miðvikudag fengum við hana Þóru Geirlaugu Bjartmarsdóttur til okkar til að ræða við okkur um skynsamlega nálgun á kynfræðslu fyrir yngri nemendur.  Hún hélt svo sambærilegt erindi fyrir foreldra seinni partinn sem var mjög vel sótt.  Málefnið er foreldrum hugleikið enda vitum við að krakkar hafa allskonar upplýsingaveitur í þessu efni sem ekki eru ritskoðaðar eða yfirfarnar af fullorðnum og hafa því oft komið sér upp ranghugmyndum sem nauðsynlegt er að leiðrétta.

Á fimmtudag fékk þriðji bekkur eldvarnaeftirlitið í heimsókn. Slökkvibíllinn og tækin vöktu eðlilega mesta athygli.

Fjórir kennarar frá Wales hafa verið í heimsókn hjá okkur alla vikuna. Þeir hafa verið í kennslustundum með 4.bekk og átt við nemendur margvísleg samskipti um námið. Næsti þáttur í verkefninu þeirra mun líklega fjalla um listamenn í heimabyggð.

Nú 4.bekkur fór einnig á Þjóðminjasafnið. Sú ferð var í tengslum við víkingaverkefnið sem þau hafa verið að vinna.

En við vinnum líka með fjölbreytt verkefni innahúss og sköpun er í hávegum höfð í Varmárskóla. Með þessari frétt fylgja nokkrar myndir af verkefnum sem nemendur hafa verið að vinna, myndirnar sýna svo ekki verður um villst að nemendur okkar kunna að nýta hugmyndaflugið og finna sér verkfæri við hæfi til að sýna færni sína og nýju verkfærin okkar, cricut og laserinn hjálpa sannarlega til í því efni.

Nú í skammdeginu er mikilvægt að allir hugsi vel um umferðaröryggi. Það er dimmt þegar krakkarnir koma í skólann og hjól og hlaupahjól eru hættuleg farartæki fyrir börn á þessum árstíma.  Einnig viljum við minna á að á bílastæðinu sem ætlað er starfsmönnum er ekki snúningspláss og því er alls ekki öruggt að hleypa börnum út þar, enda ekki til þess ætlast.  Leiðin við íþróttahúsið er með sleppihring og mun öruggari í alla staði.

Hjálpumst að með öryggið í skammdeginu.

Hafið það gott um helgina

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira