Fréttasafn
2023
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2022
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2021
febrúar, mars, apríl, maí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2020
janúar, febrúar, mars, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember.
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2014
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september.
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2011
febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2010

Vikufréttir Varmárskóla 17.nóv.23
17.11.2023Þessa vikuna hafa allir í Varmárskóla verið að vinna með kurteisi. Vinnan okkar með svona gildi hefur margþættan tilgang. Í fyrsta lagi snýr hún að vinnu við að móta umhverfi sem er styðjandi og jákvætt, í öðru lagi byggir hún upp góðan orðaforða og eykur málskilning og í þriðja lagi snúast flest þessara verkefna um samvinnu og veita nemendum þannig tækifæri til að efla félagsþroska sinn. Kurteisi er fjölþætt hugtak og hægt að er að sýna kurteisi með framkomu sinni á allskonar hátt eins og til dæmis að bjóða góðan daginn og tala fallega eins og sjá má í myndböndunum sem fylgja þessari frétt. https://youtu.be/1zlnuo22o_A?si=LgHJ4WQ8sga2bQnB
https://www.youtube.com/watch?v=lhuMbEHQePg
Dagur íslenskrar tungu var í gær og margir árgangar unnu verkefni í kringum hann. Í fyrsta bekk var vinnan meðal annars tengd afmælisdegi þjóðskáldsins og nemendur teiknuðu spariföt á Jónas Hallgrímsson í tilefni dagsins.
Við í Varmárskóla erum í erlendu samstarfi við skóla í Wales, nánar tiltekið við Ysgol Y LLys skólann í Prestayn. Verkefnið snýst um að kynna samfélögin og sögu þeirra gegnum listir. Margskonar samvinna hefur átt sér stað milli starfsmanna og nemenda á liðnum vikum. Kennararnir hittast á rafrænum fundum og nemendur hafa búið til lógó fyrir verkefnið sem tengist sögu beggja þjóða. Í næstu viku eigum við svo von á fjórum kennurum frá Wales í heimsókn til okkar og kennarar frá okkur munu fara til þeirra eftir áramótin. Þetta verkefni er styrkt af Taiht – verkefninu sem tók við af Erasmus hjá bretum.
Við minnum svo foreldrafræðsluna um kynfræðslu sem verður miðvikudaginn 22.nóvember kl.17.30 á sal skólans. Þetta er almenn fræðsla um hvernig foreldrar geta nálgast þetta mikilvæga viðfangsefni með börnum sínum. Fyrr um daginn verður sambærileg fræðsla fyrir kennara skólans. Núna þegar við vitum að meðalaldur barna þegar þau horfa fyrst á klám er 11,7 ár, ættum við líka að vita að það er mikilvægt að fræða nemendur um allt sem snýr að heilbrigðum samskiptum og samlífi fólks svo hugmyndir þeirra brenglist ekki af óritskoðuðu efni sem þau ná í á netinu.
Hafið það gott um helgina
Kveðja
Starfsfólkið í Varmárskóla