logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

10.11.2023 14:14

Þetta er búin að vera annasöm og skemmtileg vika eins og alltaf í Varmárskóla. Nemendur komu himinlifandi í skólann í snjónum í gær og léku sér eins og í fyrsta snjó vetrarins. Hluti 6. og 1.bekkjar fór líka saman út í leiki í gær. Eldri krakkarnir leiðbeindu þeim yngri í leikjunum en ekki mátti á milli sjá hvorir skemmtu sér betur, en því miður náðum við ekki myndum af þeirri skemmtilegu stemmingu sem myndaðist þarna, en við munum örugglega gera þetta aftur, slík var gleðin hjá öllum.

Við höfum verið í þéttri fræðslu um nethegðun og samskipti og í vikunni fóru 5. og 6.bekkur á fyrirlestur um netöryggi og samskipti á neti á vegum Smart-bus og Heimilis og skóla. Þar var sett fram sú líking að það væri jafn erfitt að taka til baka það sem sett hefur verið á netið og að troða tannkremi aftur í túbuna eftir að búið er að kreista hana. Nemendur fengu líka fræðslu um fótspor á neti og til hvers samskipti við ókunnuga eða í nanfleysi gætu leitt.

Í næstu viku verður svo fræðsla fyrir foreldra bæði 5. og 6. bekkinga. Fundurinn fyrir 6.bekk er sameiginlegur fyrir alla foreldra barna í 6.bekk í Mosfellsbæ og verður á Teams þann 3.maí kl.17:30 en fundurinn fyrir foreldra barna í 5.bekk verður í sal Varmárskóla kl.17:00-18:00 þann 4.maí. Við vonumst til að þessir fræðslufundir verði vel sóttir því þetta er nýtt og jafnfram síbreytilegt umhverfi sem krakkarnir okkar lifa og hrærast í.

Að lokum fylgir þessari frétt mynd af áhugsömum nemendum í 3.bekk í textílmennt sem lítið dæmi um þau fjölbreyttu verkefni sem nemendur fást við.

Hafið það gott um helgina og við minnum á að á mánudag er 1.maí og því ekki skóli fyrr en á þriðjudag.

Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira