logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla 25.ágúst 2023

25.08.2023

Það er mikil eftirvænting bæði hjá nemendum og starfsfólki fyrstu dagana á nýju skólaári. 

Okkur langar öll til að gera nýja og spennandi hluti og láta allt ganga enn betur en það gerði í fyrra. Þessir fyrstu góðviðrisdagar hafa verið nýttir til að æfa allskonar skemmtilega hluti sem best er að æfa út og með þessari mynd fylgir mynd af 6.bekk að æfa hugrekki með því að vaða yfir á.

Við erum alltaf að læra og skilja betur hvernig umhverfið er sem börnin okkar lifa og hrærast í, hvað veldur þeim áhyggjum og kvíða og hvað vekur gleði.

Eitt af því sem við höfum séð að börn eru í mjög miklum vanda með er notkun samfélagsmiðla. Enda eru aldurstakmörk þar yfirleitt miðuð við 13 ár, og það er af þeirri ástæðu að fæst börn eru fær um að meta afleiðingar gjörða sinna langt fram í tímann.  Við biðjum ykkur, kæru foreldrar, að hjálpa börnunum ykkar á þessu sviði eins og öllum öðrum og best hjálpin er auðvitað að virða þessu aldurstakmörk.

Við ætlum líka að leggja mikla áherslu á að vinna með gildi sem gott er að hafa í huga í öllum samskiptum manna á milli. Við trúum því að það að vera fær um samvinnu og lausnaleit í fjölbreyttum aðstæðum muni koma sér vel fyrir nemendur okkar í framtíðinni.

Nú eldum við fyrir okkur sjálf hér í Varmárskóla. Eldhúsið var ekki alveg tilbúið þegar við byrjuðum en nú er þetta allt að smella og vonandi náum við að koma matseðlunum á heimasíðuna í næstu viku.

Við hvetjum þá foreldra sem eiga eftir að skrá í ávaxtabita, mat eða síðdegishressingu í frístund að gera það sem allra fyrst. Það er gert gegnum íbúagátt og Völu.

Í næstu viku verður svo fjallgöngudagur, miðað við veðurspá líst okkur þokkalega á þriðjudag en tökum lokaákvörðun á mánudag.

Að lokum set ég svo hér hlekk á myndband sem var tekið í dansi í morgun, þar var gleðin allsráðandi.

https://youtu.be/-EE5RzVu2sM

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira