logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Skólasetning í ágúst 2023

17.08.2023 16:25

Nú styttist í að nemendur komi til baka í skólann eftir sumarfrí.  Við hlökkum til að taka á móti þeim og erum spennt að hefja nýtt ár með nýjum áherslum. Talsvert hefur verið framkvæmt í skólanum í sumar og enn er verið að leggja lokahönd á nokkur verk.  Salurinn okkar er að verða ákaflega fínn og verið er að vinna í eldhúsinu þannig að hægt verði að matreiða fyrir nemendur í skólanum auk annarra smærri verka.

Skólasetning verður miðvikudaginn 23.ágúst. Nemendur 2.-6. bekkjar koma á sal þar sem skólastjóri segir nokkur orð, að því loknu hitta þeir kennarana sína og fara með þeim í umsjónarstofur. Tímasetningar eru sem hér segir:

2.bekkur mætir 8:30 3.bekkur mætir 9:00 4.bekkur mætir 9:30 5.bekkur mætir 10:00 6.bekkur mætir 10:30

Við gerum ráð fyrir að þessi athöfn taki um 30 mínútur hjá hverjum árgangi og vekjum jafnframt athygli á að ekki er frístund þennan dag.

Nemendur 1.bekkjar hafa þegar fengið boð í sitt skólasetningar viðtal.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira