logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Skólalok vorið 2023

09.06.2023 15:20

Síðustu tveir skóladagar nemenda í Varmárskóla voru fjölbreyttir og skemmtilegir. Nemendur voru út um hvippinn og hvappinn að læra allskonar nýja hluti, fóru í fjallgöngur, hjólaferðir, elduðu úti, skoðuðu fugla og fóru í sveitaferð svo eitthvað sé nefnt.

Á miðvikudaginn útskrifðuðum við svo nemendur 6.bekkjar. Það eru alltaf ákveðin tímamót fólgin í útskrift og þó að flestir nemenda okkar fari bara yfir í Kvíslarskóla verða það heilmikil viðbrigði fyrir þá. Við finnum strax fyrir söknuði og vildum gjarnan fá tækifæri til að vinna meira með þessum skemmtilega hópi sem fer nú að takast á við nám í umhverfi sem krefst meiri aga og sjálfsábyrgðar. 

Við þökkum þeim og fjölskyldum þeirra samstarfið og óskum þeim góðs gengis.

Minnum svo að lokum á að skólinn er opinn frá 8:00-15:00 til 15.júní. Hér er ótrúlegt magn af óskilamunum sem hægt er að nálgast á þeim tíma. Við hvetjum ykkur til að koma og athuga hvort eitthvað tilheyrir ykkur. Eftir 15.júní munum við losa okkur við þetta þar sem við getum alls ekki geymt þetta milli ára.

Myndir af útskriftarhópnum okkar fylgja hér með.

Hafið það gott í sumar

Starfsfólk Varmárskóla

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira