logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

07.04.2022 16:40

Nú erum við viss um að vorið sé komið þó að það sé nokkuð kuldalegt úti því vorboðarnir frá Kiwanis komu og færðu öllum 1.bekkingum hjólahjálma að gjöf. Við þökkum kærlega fyrir og minnum foreldra um leið á mikilvægi þess að fylgja eftir notkun hjálma og annarra öryggistækja á hjólum.

Annar bekkur hefur verið að vinna með bókina Blómin á þakinu, eftir Brian Pilkington að undanförnu, verkefnin hafa verið fjölbreytt og snert á flestum námsgreinum grunnskólans. Þá hefur verið mikil sköpun í gangi en námshóparnir tjáðu sig myndrænt hver með sínum hætti eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Þá var hljóðfæravika í leiklistinni þessa vikuna, nemendur sem spila á hljóðfæri spiluðu fyrir samnemendur og svo fengu allir að prófa samspil.

Svo hefur verið smávegis páskaföndur hjá okkur og þegar kemur að því virðist aldur ekki skipta neinu máli, öllum finnst þetta gaman. Myndirnar sem fylgja þessari frétt eru frá 1.,2. og 6.bekk.

Við minnum á að næstu skóladagar nemenda eru 19. og 20.apríl, svo er aftur frí hjá þeim og  næsta törn hefst þann 25.apríl.

Hafið það gott í páskafríinu

Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira