logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir vikunnar

23.09.2021 14:45

Það sem hæst bar í þessari viku var líklega boð sem þriðji bekkur fékk um að fara á skólatónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þetta kom ávænt upp í hendurnar á okkur vegna forfalla og við stukkum á tilboðið. Á heimasíðu Sinfóníunnar segir: Tónleikagestir fara í magnað ferðalag þar sem undur veraldar eru meginstefið í tali, tónum og myndum. Stjörnu-Sævar stýrir þessum leiðangri þar sem töfrar jarðar og óravíddir geimsins speglast í stórbrotnum og litríkum tónverkum. 

Þá er vinna við hlutverk nemenda og kennara í skólanum í fullum gangi og búið er að halda tvo af sex haustfundum fyrir foreldra.  Kennsluáætlanir eru sem óðast að tínast inn á mentor.is og við hvetjum ykkur til að skoða þær um leið og við minnum á að þetta eru áætlanir sem þýðir að þær geta breyst eftir því hvernig verkefnum vindur fram.

Að lokum minnum við á að á morgun er sameiginlegur fræðslu- og starfsdagur fyrir starfsfólk á Fræðslusviði Mosfellbæjar og allt starfsfólk bæði skólans og Frístundaselsins verður á fjölbreyttum fyrirlestrum sem vonandi koma okkur öllum til góða. Sem sagt hvorki skóli né Frístund á morgun.

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira