logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Þriðja vika september

17.09.2021 14:56

Nemendum fannst efnið frá Árnastofnun áhugavert eins og sjá má af eftirfarandi texta.

,,Við í 6.bekk fengum heimsókn frá þeim Þórdísi og Arndísi. Við fengum fræðslu um Árnastofnun og um gamla bók. Mér fannst þetta fróðlegt og spennandi. Ég vissi til dæmis ekki að þessar bækur væru til. Það sem tók athyglina mína var að það voru myndir af Loka og Þór í þessum bókum sem voru til á þessum tíma, 600 til 900 ára gamlar bækur. Og mér fannst líka spennandi að bókin var látin segja frá hverju hún lenti í á þessum árum. Mér fannst þetta það spennandi að mig langar að lesa bókina sem gat talað. Ég vissi ekki að bækur í gamla daga voru búnar til úr kálfum. Hann Árni safnaði mörgum handritum og fór með þau til Danmerkur og  þess vegna heitir þetta Árnastofnun.
- Júlíana Rún Árnadóttir, 6-ÁGM

Þá tóku útkennsluhóparnir í 5. og 6. bekk virkan þátt í ,,Degi íslenskar náttúru" sem haldinn var hátíðlegur í rigningunni á fimmtudaginn. Þar fengust nemendur við margskonar upplifunarverkefni eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Þá var skólastjórinn svo heppinn að koma einmitt í kennslustund hjá 5.bekk þar sem nemendur voru að hanna og útbúa sitt eigið spil og með þessari frétt fylgir líka mynd af stoltum nemendum með verkefnið sitt.

Af öðru er það helst að frétta að haustfundirnir eru núna að skella á og ef Covid lofar verða þeir haldnir með hefðbundnu sniði. Í næstu viku er fundur fyrir foreldra í öðrum bekk á þriðjudag klukkan 16:30 og fyrir foreldra í 3.bekk á miðvikudag kl.17:00. Við vonum að mæting á fundina verði frábær því menntun og uppeldi barnanna í Varmárskóla er sameiginlegt verkefni okkar allra sem að þeim komum.

Bestu kveðjur og hafið það gott um helgina.

Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira