logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

10.09.2021 15:56

Það sér nú fyrir endann á framkvæmdum við skólann, búið er að setja nýju gluggana í og nú er unnið að frágangi. Verkamennirnir hafa gert sitt besta til að trufla skólastarfið sem minnst þó að nærvera þeirra vekji eðlilega forvitni hjá ungu fólki.

Starfssemi Skólahljómsveitarinnar er komin á fullt og í vikunni tókst okkur að ráða kennara til að kenna leiklist, sem er ein af verk- og listgreinunum sem tilheyra grunnskólastiginu. Nemendur munu byrja í leiklistartímum einu sinni í viku frá og með mánudegi. 

Viðfangsefni grunnskóla eru fjölmörg og eitt af þeim er að efla almenna hreyfifærni barna og á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur fyrsta bekkjar í íþróttum í dag. Eins og sjá má var stöðvavinna í gangi þar sem reyndi á einbeitingu og líkamsfærni með ólíkum hætti á hverri stöð.

Við erum að byrja að skipuleggja hina árlegu haustfundi með foreldrum árganga og nánari fréttir munu berast af þeim innan tíðar. Helst langar okkur til að fá alla í hús og ef sóttvarnafyrirmæli leyfa munum við bjóða til hefðbundinna funda, en ef ekki færum við okkur yfir í rafræna fundi.

Óskilamunir eru að byrja að safnast upp hjá okkur, við höfum nú komið þeim fyrir í innganginum hjá ritara og það er afar vinsælt þegar hægt er að koma einhverju á rétt heimili.

Hafið það gott um helgina.

Kveðja,
Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira