logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Sóttvarnir og skólabyrjun

20.08.2021 08:46

Við eigum von á nýjum reglum um umgengni um skóla á morgun frá Almannavörnum og fræðsluyfirvöldum og þegar þær liggja fyrir munum við senda ykkur upplýsingar um hvernig skólastarfi verður háttað fyrstu vikurnar með tilliti til sóttvarna. Við gerum ráð fyrir geta haldið úti fullu starfi en þurfum kannski að leggja sérstaka áherslu á að nemendur og starfsfólk noti ákveðna innganga og takamarka eins og við getum umgengni gesta um skólahúsnæðið. 

Skólasetning verður þriðjudaginn 24. ágúst og hefst í sal yngri deildar og svo fara nemendur í með umsjónarkennurum í stofur. 4. bekkur fer yfir í Brúarland.

  • 2. bekkur kl. 09:00
  • 3. bekkur kl. 09:30
  • 4. bekkur kl. 10:00
  • 5. bekkur kl. 10:30
  • 6. bekkur kl. 11:00

Við munum öll hjálpast að við að gæta sóttvarna og þá mun þetta allt ganga upp hjá okkur.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira