logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Forseti Íslands í heimsókn á Forvarnardegi

04.10.2019 09:24
Það var sönn ánægja fyrir nemendur og starfsfólk Varmárskóla að fá Guðna TH. Jóhannesson í heimsókn í gær. Það var gleði í hverju andliti og Guðna fagnað eins og rokkstjörnu, eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Forvarnardagurinn 2019 var haldinn í flestum grunn- og framhaldsskólum landsins í gær. Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti og er sjónum sérstaklega beint að unglingum í 9. bekk og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Þar sem 9. bekkur Varmárskóla var í Þórsmörk þennan dag ræddi Guðni við nemendur í 10. bekk um forvarnir og mikilvægi æskulýðsmál, íþrótta og samveru fjölskyldunnar þegar kemur að vörnum gegn vímuefnum. Krakkarnir hlustuðu með athygli og fengu tækifæri til að spyrja forsetann nokkurra spurninga.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira