logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Staða framkvæmda og viðhalds

02.10.2019 16:56
Það hafa margháttaðar endurbætur og viðhald átt sér stað í húsum Varmárskóla frá því í sumarbyrjun.

Staða framkvæmda og fleiri atriði hafa verið til kynningar á sérstökum fundum með hverjum árgangi fyrir sig þar sem fulltrúar umhverfissviðs og verkfræðistofunnar EFLU hafa greint frá stöðu framkvæmda. Mæting á þessum fundum var góð og í lok þeirra var boðið uppá skoðunarferð um húsin.

Í vetrarfríinu nú í október er gert ráð fyrir verklokum í þeim verkþáttum sem hafa staðið útaf borðinu.

Því er boðað til opins kynningarfundar í Varmárskóla þann 31. október kl. 17.00 í eldri deild þar sem fulltrúar umhverfissviðs og EFLU segja frá sínum verkefnum.

Fundurinn verður sendur út á Youtube rás Mosfellsbæjar og efnið aðgengilegt að loknum fundi á vef Varmárskóla og vef Mosfellsbæjar.

Við hvetjum foreldra eindregið til þess að taka þátt í þessum fundi.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira