logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja
27.08.2019 10:48
Skólaárið 2019-2020 verður sú nýbreytni höfð á skólaakstri til og frá Varmárskóla að skrá verður nemanda í skólaakstur.

Skólaaksturinn er, líkt og áður, nemendum að kostnaðarlausu en keyrt er úr Mosfellsdal, Helgafellslandi, Reykjahverfi og Leirvogstungu.

Reglur Mosfellsbæjar um skólaakstur byggja á reglum um skólaakstur í grunnskóla, nr. 656/2009 með síðari breytingum, ásamt sérákvæðum samkvæmt þessum reglum. Reglur þessar taka til skipulags skólaaksturs milli heimilis og hverfisskóla.
Í Mosfellsbæ er skólaakstur í eftirfarandi hverfi sem tilheyra Varmárskóla: Mosfellsdalur, Helgafellshverfi, Leirvogstunguhverfi og Reykjahverfi, jafnframt er skólaakstur fyrir börn úr Helgafellshverfi sem stunda nám í Varmárskóla þar til Helgafellsskóli verður heilstæður skóli upp í 10. Bekk.
Mikilvægt er að foreldrar kynni fyrir börnum sínum hvar biðstöðvar skólabíls eru og kynni sér reglur um umgengni í skólabílum.

Slóð á skráningu er hér undir flipanum "Skólaakstur"

Skráningu lýkur 30. ágúst.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira