logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Síðustu dagarnir fyrir sumarfrí

31.05.2019 11:36
Dagana 3.-5. júní verða uppbrotsdagar og kennsla því með óhefðbundnum hætti. Skóladagurinn hefst samkvæmt venju kl 8:10 en lýkur kl 13:00. Skólabíllinn fer kl 13:10.
Mánudaginn 3. júní er útivistardagur og einhverjir fara í ferðir aðrir nýta nánasta umhverfi skólans til útiveru. Það er e.t.v. rétt að minna á sólarvörnina.
Þriðjudaginn 4. júní eru Hreyfileikar. Þá fara nemendur milli stöðva og spreyta sig á ólíkum viðfangefnum.
Miðvikudaginn 5. júní mæta nemendur í tvisvar í skólann.
Að morgni er útivera og ýmsar starfsstöðvar í boði.
Skólaslit fyrir 1.-9. bekk eru kl 17:00. Að þessu sinni verða þau á svæðinu fyrir framan anddyrið í eldri deild. Þar verður stutt dagskrá, síðan fara nemendur með umsjónarkennurum heimastofur.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira