logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Betri skólabragur – jákvæð samskipti

02.11.2018 10:06
Í haust fór fram kynning á verkefninu: Betri skólabragur. Þar var meðal annars lögð áhersla á að það væru þrír hópar sem hafa áhrif á skólabrag þ.e. nemendur, starfsfólk og foreldrar. Og til að auka vellíðan og gefa öllum tækifæri til njóta sín er mikilvægt er að þessir hópar vinni saman og hlúi að skólabragnum.

Verkefninu verður hrint af stað með þemadögum í byrjun nóvember. Stundaskrá verður brotin upp og unnið að ýmsum viðfangsefnum í þessum anda. Í yngri deild verða tveir þemadagar þ.e. 7. og 8. nóvember. Í eldri deild verða þrír þemadagar þ.e. 7. – 9. nóvember.

Það mæta allir í skólann kl 8:10, en kennslu lýkur þessa daga kl 13:00. Tröllabær verður opinn eins og venjulega.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira