logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Foreldrafræðsla í Varmárskóla - Bættur skólabragur

28.09.2018 08:45
Erindi, samtök um samskipti og skólamál, verður með fræðslufund fyrir foreldra  2.október næstkomandi kl. 17-18.30 á sal eldri deildar. Efni fundarins er skólabragur en það viðfangsefni verður tekið fyrir á þemadögum í nóvember og er þessi fundur hluti af þeirri vinnu. 

Skólabragur er stór hluti af daglegu lífi barnanna okkar, það er sú menning sem þau eru í daglega í skólanum. Kennarar og starfsfólk skólans spila stórt hlutverk í að skapa góðan skólabrag ásamt nemendum, en það gera foreldrar líka. Hlutverk foreldra er hins vegar oft vanmetið og foreldrar gera sér ekki alltaf grein fyrir þeirra þætti. 

Á fræðslufundinum verður farið í það hvað skólabragur er og hvers vegna mikilvægt er að leggja meiri áherslu á þennan þátt skólastarfsins. Einnig verður fjallað um hlutverk og ábyrgð foreldra í þessu sambandi. 

Allir foreldrar eru hvattir til að mæta en í lok fræðslunnar verður stutt kynning á þemaverkefni nemenda í nóvember. 
 
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira