logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Yfirlýsing frá starfsfólki Varmárskóla

25.05.2018

Starfsfólk Varmárskóla harmar þá neikvæðu umræðu sem hefur átt sér stað um skólastarfið í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og þykir brýnt að það verði ekki bitbein pólitískrar umræðu í bænum. Skólinn er vinnustaður rúmlega 800 nemenda og á annað hundrað starfsmanna. Við hvetjum til þess að stuðlað verði að því að friður ríki um skólastarfið svo nemendur og starfsmenn skólans fái að sinna námi sínu og starfi.

Munum að jákvæð og uppbyggileg umræða um skólastarfið er heillavænlegri til að byggja upp jákvætt skólasamfélag.

Starfsfólk Varmárskóla

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira