logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Frábær vorhátíð Varmárskóla 2018

27.04.2018

Dagana 25. og 26. apríl fór fram Vorhátíð Varmárskóla. Nemendur í 1. - 6.bekkja stigu á svið og voru með um samtals fjórar sýningar á tveimur dögum. Foreldrar, forráðamenn, aðstandendur og vinir fjölmenntu og glöddust með nemendum.

Við í Varmárskóla viljum þakka öllum þeim sem komu til okkar kærar þakkir fyrir heimsóknina. Sjöttu bekkir fá hagnaðinn en þeir sáu um að stóla upp, sendast eftir hópum á sýningar, sýningarstjórn og sjoppu- og miðasölu. Þau stóðu sig mjög vel. Við vorum einnig stolt af atriðum nemenda. Það unnu margir stóra sigra með því að koma á svið og sýna fyrir hóp áhorfenda. 

Hér má sjá myndir frá sýningum 25. apríl - dagur 1.

Hér má sjá myndir frá sýningum 26. apríl - dagur 2.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira