logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Að vera besta útgáfan af sjálfum sér - opið hús hjá Fræðslu og frístundasviði Mosfellsbæjar

24.10.2017 12:40
Fyrsta opna hús ársins hjá Fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 25. október klukkan 20:00. Að þessu sinni verður fyrirlesturinn haldinn í sal Lágafellsskóla.

Á opnum húsum er lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. Ráð sem foreldrar, systkin, amma og afi, þjálfarar, kennarar og allir þeir sem koma að uppvexti barna og unglinga geta nýtt sér. 

Fyrirlesari að þessu sinni er Bjarni Fritzson eigandi sjálfstyrkingarfyrirtækisins "Út fyrir kassann", rithöfundur og þjálfari. Í fyrirlestri sínum mun Bjarni fjalla um efni sem hann fór nýverið í með öllum unglingum Mosfellsbæjar á Geðheilsudeginum þann 5. október sl.

Í þeim fyrirlestri fjallaði Bjarni um hvað það þýðir að vera leiðtogi í sínu lífi, mikilvægi þess að stefna ávallt að því að verða besta útgáfan af sjálfum sér og hvernig það getur haft jákvæð áhrif á geðheilsu.

Hann fjallaði einnig um mikilvægi þess að nýta tímann, taka góðar ákvarðanir og um það hvernig er hægt að nota núvitund til að bæta líðan.

Láttu þetta áhugaverða innlegg ekki fram hjá þér fara, sjáumst!

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira