logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Frábær fyrirlestur!

01.06.2017
Glærur frá hinum stórskemmtilega og afar fróðlega fyrirlestri Páls Ólafssonar um jákvæð samskipti frá súpufundinum þann 16. maí eru hér. Þar geta þeir fjölmörgu sem komu á fyrirlesturinn rifjað efni hans upp og þeir sem náðu ekki að koma geta kynnt sér glærurnar.

Bryddað var upp á þeirri nýbreytni að halda aðalfund foreldrafélagsins við þetta tækifæri og stýrði formaður stjórnar foreldrafélagsins, Þórunn M. Óðinsdóttir, fundinum af mikilli röggsemi. Þetta var fjölmennasti aðalfundur foreldrafélags Varmárskóla í manna minnum. Það er gaman að upplifa að stjórn foreldrafélagsins hefur gildi skólans að leiðarljósi í starfi sínu en þau eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. Jákvæðnin í garð skólans, samvinna við stjórnendur og umhyggjan fyrir nemendum og starfsfólki er aðdáunarverð.

Við hlökkum til áframhaldandi samvinnu við alla forráðamenn á næstu misserum, þar sem við vinnum í sameiningu að enn jákvæðari samskiptum og enn jákvæðari umræðu um skólann til að tryggja nemendum farsælt skólastarf.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira