logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Dani í dönskukennslu!

27.04.2017 08:55
Undanfarnar þrjár vikur hefur Tommy danskur kennari frá Viborg verið að kenna dönsku hér í Varmárskóla. Hann hefur lagt áherslu á 9. og 10. bekk hjá Thelmu og 7. og 8. bekk hjá Kristjönu, þannig náum við að fá nýjar hugmyndir fyrir alla árganga sem við getum báðar nýtt okkur áfram. Tommy talar bara dönsku í tímunum og hafa krakkarnir tekið vel á móti honum og sýnt áhuga. Hann mun vera með okkur út þessa viku. Hann er hér í boði Danska menntamálaráðuneytisins.Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira