logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Skólakór Varmárskóla í Eldborg

23.03.2017 13:27

Á laugardaginn var blés bæjarlistamaður Mosfellsbæjar, Gréta Salóme, til stórtónleika í Eldborgarsalnum í Hörpu ásamt Alexander Rybak. Þar fékk skólakór Varmárskóla tækifæri til syngja með henni ásamt kór Kársnesskóla. Frammistaða og framganga krakkanna var til fyrirmyndar og sátu margir afar stoltir foreldrar í Eldborgarsalnum þetta kvöld. Ekki má gleyma frammistöðu Ómars kórstjóra sem stýrði kórnum ásamt allri vinnu og skipulagningu af einskærri prýði. Við í Varmárskóla erum að sjálfsögðu að springa úr stolti af þessum frábæru og hæfileikaríku krökkum! Myndir.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira