logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar

22.11.2016 16:33
 Ljósin verða tendruð á jólatré Mosfellsbæjar laugardaginn 26. nóvember kl. 16:00 á Miðbæjartorginu. Ingó mætir með gítarinn, Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilar, leikskólabörn aðstoða bæjarstjóra við að kveikja á jólatrénu og Skólakór Varmárskóla syngur. Gera má ráð fyrir að einhverjir jólasveinar muni koma úr Esju þennan dag til að dansa í kringum tréð með börnunum. Eftir að dansað hefur verið í kringum jólatréð verður haldið inn í Kjarna þar sem Kammerkór Mosfellsbæjar mun syngja lög og stýra fjöldasöng ásamt strengjasveit Listaskólans. Félagar úr knattspyrnudeild Aftureldingar sjá um kakó- kaffi- og vöfflusölu.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira