logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Krufning hjá 10. bekk.

27.04.2016 13:49
Í dag krufu nemendur í 10. bekk skólans brjóstholslíffæri úr svínum. Markmið krufningarinnar var að nemendur fengju að sjá innyfli dýra og snerta  og um leið að átta sig á hvernig líffæri líta út. Nemendur voru einstaklega áhugasamir, tóku þátt og unnu samviskusamlega að verkefnum sínum. Nokkrir höfðu á orði hve þeir lærðu mikið á að skoða þetta svona, ræða saman og vinna verkefni þetta væri svo miklu skemmtilegra og lærdómsríkara en að vinna verkefni í bókinni og það segir meira en mörg orð. Myndir eru á myndasíðu
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira