logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Jólaskemmtun yngri deildar 18. desember

14.12.2015 15:45

Föstudaginn 18. desember eru stofujól og jólaskemmtun í yngri deild. Skóli hefst hjá öllum kl. 08.10 en lýkur fyrr en vanalega eða kl. 12.10. Jólaskemmtanir hefjast kl. 8.15. Boðið er upp á gæslu í skólanum til kl. 13.00. Frístundasel er síðan frá 13.00-17.00.

Ávextir eru ekki þennan dag og hvetjum við  nemendur til að taka með sér hollt nesti  EN það má taka með sér „óhollt nesti“ eins og smákökur og gosdrykki (helst litlar dósir). Hádegismatur verður fyrir nemendur sem skráðir eru í mötuneyti.

Rútur fara kl. 12.25  fyrir þá sem fara ekki í gæslu og kl. 13.10 fyrir þá sem fara ekki í Frístundasel. Frístundarrútan fer svo að venju kl. 16.00.

Skóli hefst að nýju þriðjudaginn 5. janúar samkvæmt stundaskrá.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira