logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Rithöfundaheimsókn í eldri deild

08.04.2015 13:56
Í dag fengu nemendur í 7.-8. bekk heimsókn frá rithöfundunum Kjartani Yngva Björnssyni og Snæbirni Brynjarssyni. Þeir félagar eru höfundar Þriggja heima sögu sem er fyrsti íslenski furðusagnaflokkurinn en árið 2012 hlutu þeir íslensku barnabókaverðlaunin fyrir frumraun sína Hrafnsauga. Kjartan og Snæbjörn hafa nokkrum sinnum áður heimsótt Varmárskóla og m.a. oftar en einu sinni tekið þátt í kennslu í fantasíuvalinu í eldri deild. 

Að þessu sinni fengu nemendur að kynnast ævintýraheimi bókaflokksins og nokkrum helstu aðalpersónunum örlítið en lesið var upp úr öllum þremur bókunum sem komnar eru út. Voru nemendur skólans þess heiðurs aðnjótandi að fá að heyra fyrsta upplestur félaganna úr nýútkominni bók þeirra Ormstungu. 

Áhugasömum má benda á heimasíðu þeirra félaga þar sem hægt er að fræðast meira um þennan skemmtilega ævintýraheim. Við þökkum þeim félögum kærlega fyrir heimsóknina og vonumst til þess að hún hafi orðið til að efla áhuga nemenda á lestri. 

Á myndasíðunni má sjá myndir frá heimsókninni.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira