logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja
17.03.2015 14:48

Vorhátíð yngri deildar Varmárskóla verður haldin miðvikudaginn 18. mars og fimmtudaginn 19. mars 2015.

Sýningatímar:

18. mars Miðvikudagur
Sýningartími Bekkir á sýningu (ekki í atriðaröð)
16:30 1.SK, 2.ÞF, 4.BI, 5.US, 6.GA
17:40 1.JE, 2.KSÓ, 3.EMH, 4.ÁH, 5.HBJ, 6.EJú
   
19. mars Fimmtudagur
Sýningartími Bekkir á sýningu (ekki í atriðaröð)
16:30 1.ESi, 2.SAH, 3.IE, 5.KMH, 6.ÁGM
17:40 2.SJ, 3.SBT, 4.SBJ, 5.GH, 6.AJ

 

Söngur, leikrit, dans og margt fleira skemmtilegt.

Hver skemmtun er um klukkustund.

Aðgangseyrir er sá sami og undanfarin ár eða 500 kr. Hann rennur í ferðasjóð hjá 6.bekk sem heldur utan um sýningarskipulag frá A til Ö.

Frítt er fyrir nemendur í yngri deild.

Foreldrar athugið að hægt er að sækja allar sýningarnar þegar einu sinni hefur verið greitt.

Ekki er gert ráð fyrir að nemendur komi inn í salinn meðan á þeirra sýningu stendur.

Þeir verða inni í sínum stofum og foreldrar/forráðamenn þurfa að sækja þau þangað eftir að sýningu lýkur.

Þetta er gert vegna þess að salurinn rúmar ekki svona marga í sæti. Hinsvegar mega nemendur koma á aðrar sýningar en einungis í fylgd foreldra/forráðamanna og eru þar á þeirra ábyrgð.

Foreldrar eru beðnir að sitja út sýninguna en ekki yfirgefa salinn þegar þeirra barn hefur lokið við sitt atriði. Mikið ónæði hefur skapast af þessu og leiðinlegt fyrir þau börn sem raðast síðast að sýna fyrir hálfum sal.

HAPPDRÆTTI

Í lok hverrar sýningar verður dregið eitt númer á aðgöngumiða.

VEITINGASALA

Að sýningum loknum og á milli sýninga verður veitingasala, pylsur, gos, sælgæti og kaffi selt á vægu verði.

Ekki er tekið við kortum, hvorki í miðasölu né veitingasölu.

Allir hjartanlega velkomnir.

Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Kær kveðja, starfsfólk og nemendur skólans.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira