logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Úrslit stóru upplestrarkeppninnar 2013

11.03.2013

Úrslitakvöld Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Lágafellsskóla fimmtudaginn 7. mars. Nemendur í 7. bekk hafa frá því í nóvember æft upplestur í íslenskutímum og eftir undankeppni innan skólans í febrúar voru þau Amanda Lind Davíðsdóttir, Agnes Emma Sigurðardóttir, Aníta Hulda Sigurðardóttir, Anna Pálína Sigurðardóttir og Robert David Hood valin sem fulltrúar skólans á lokakvöldinu.

Þau stóðu sig öll með glæsibrag og hrepptu þær Amanda og Agnes annað og þriðja sætið. Sigurvegari kvöldsins var hins vegar Tjörvi Gissurarson sem var einn af fulltrúum Lágafellsskóla og óskum við honum og Lágafellsskóla til hamingju með sigurinn.

Ásamt því sem nemendur lásu upp fyrir áheyrendur voru flutt ýmis tónlistaratriði frá Listaskóla Mosfellsbæjar og Skólakór Varmárskóla söng nokkur lög. Nemendur sem voru í verðlaunasætum síðasta vetur kynntu skáld keppendur keppninnar í ár og var það Halldór Ívar Stefánsson sem tók það að sér fyrir okkar hönd.

Sjá myndir á myndasíðu: Stóra upplestararkeppnin

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira