logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja
29.10.2012 14:16

Í ár er sjöunda árið sem að Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. Dagskrá fer fram í 9. bekkjum grunnskóla um land allt þar sem að nemendur eru beðnir um að taka virkan þátt í umræðum um forvarnir gegn fíkniefnum. Varmárskóli tekur þátt í þessari dagskrá líkt og undanfarin ár og mun hún fara fram föstudaginn 2.nóvember að þessu sinni. Þar munu nemendur vinna í hópum og ræða og skrá eftirfarandi umræðuefni: Hvert ár skiptir máli, íþrótta- og æskulýðsstarf og samvera. Í kjölfarið horfa þau á myndband sem framleitt hefur verið í tilefni dagsins. Í þessu sambandi er vert að benda á heimasíðuna forvarnardagur.is.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira