logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Líf og fjör í framsögn hjá 6. bekk.

01.10.2012 10:48

Nemendur í 6. bekk í Varmárskóla hafa verið að vinna í skemmtilegu og áhugaverðu verkefni. Þeir unnu í hópum og fengu að velja sér efni eftir áhugasviði. Þeir áttu að afla sér upplýsinga um efnið, gera kynningu í Power Point og útbúa upplýsingaplaköt. Síðan var hver hópur með vel undirbúna kynningu fyrir bekkinn. Með þessu móti læra nemendur m.a. að vinna saman, ræða um hugmyndir sínar, hlusta á hugmyndir annarra, koma fram og tjá sig í ræðu og riti og efla félagsfærni sína. Kennari er Kristrún M. Heiðberg.

Myndir frá framsögninni eru á myndasíðunni - Framsögn 6b

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira