logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Grænfáninn afhentur

11.06.2012 13:04

Í febrúar 2009 gekk Varmárskóli til liðs við verkefnið Skólar á grænni grein, þá hófst markviss vinna við „Skrefin-sjö“  Skemmst er frá því að segja að á 50 ára afmæli skólans var skólanum afhentur Grænfáninn. Varmárskóli er fyrsti skólinn í Mosfellsbæ sem tekur á móti þessari alþjóðlegu viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fyrir að leggja sitt af mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og nærsamfélagsins. Gerður Magnúsdóttir fulltrú Landverndar afhenti Guðmundi Ómari Óskarssyni formanni umhverfisnefndar Varmárskóla fánann í fyrsta sinn í blíðskaparveðri að viðstöddu fjölmenni.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira