logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja
30.04.2012 08:48

Ár hvert heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands vandaða og metnaðarfulla skólatónleika og býður grunnskólanemendum að koma og hlusta. Að þessu sinni báru tónleikarnir yfirskriftina Úti í náttúrunni  og voru haldnir í Eldborgarsalnum í Hörpu. Halldóra Geirharðsdóttir fór á kostum í hlutverki kynnis og einnig túlkaði hún tónverkin. Krakkarnir í 4. JV fóru ásamt Jóhönnu umsjónarkennara, Úrsúlu og Helgu á þessa skemmtilegu tónleika. Þau fengu sæti í Eldborgarsalum á mjög góðum stað, sátu á 4. bekk.

Sinfóníuhljómsveitin, ásamt Halldóru náði mjög vel til barnanna. Halldóra útskýrði tónverkin og túlkaði svo hlustendurnir áttuðu sig vel á því, um hvað tónverkin fjalla. Í einu verkinu benti hún hlustendunum t.d. á að hlusta eftir býflugu. Hún byrjaði í fiðlunum, fór svo yfir í flauturnar og þannig var hægt að fylgjast með henni á ferð sinni um hljómsveitina. Þetta var í alla staði frábær ferð. Sjá myndir á myndasíðunni undir 4.JV - Sinfóníutónleikar.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira