logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Umhverfissáttmáli Varmárskóla

02.03.2012 14:51

Varmárskóli tekur þátt í verkefninu „Skólar á grænni grein“, en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö, sem eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum og stefnir Varmárskóli að því á 50 ára afmælishátíð skólans í vor.

Eitt af skrefunum sjö er að skólinn setji sér umhverfissáttmála sem lýsir í stuttu máli heildarstefnu skólans í umhverfismálum. Varmárskóli hefur lokið við gerð umhverfissáttmálans sem unninn var í samstarfi nemenda, starfsfólks og foreldra í umhverfisnefnd.

Umhverfissáttmáli Varmárskóla

  • Við göngum vel um skólann og umhverfi hans. Við berum virðingu fyrir náttúrunni. Við gætum þess að skemma ekki tré eða annan gróður. Við forðumst að menga vatn í ám, lækjum og sjó.
  •  Við stefnum að betri nýtingu þess efnis sem við notum. Við flokkum úrgang og söfnum til endurvinnslu. Við notum eins lítið af einnota hlutum og mögulegt er.
  • Við förum vel með orku, vatn og aðrar auðlindir.
  •   Við drögum úr notkun einkabílsins og göngum eða hjólum í staðinn.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira