logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Litlu jólin í eldri deild

21.12.2011 09:20

Jólaskemmtun var haldin í eldri deild skólans mánudagskvöldið 19.desember. Prúðbúnir nemendur mættu til umsjónarkennara síns klukkan sjö og áttu notalega stund í stofunni sinni ásamt bekkjarfélögum sínum. Bekkirnir höfðu skipulagt mismunandi dagskrá hver með sínum kennara. Sumir voru með matarhlaðborð og fóru í leiki eða spil og aðrir fóru í pakkaleiki eða ljóstruðu upp um leynivini sína. Að þessari stund lokinni var dansað í kringum jólatréð á sal skólans undir píanóleik Kára tónmenntakennara. Því næst voru skemmtiatriði á sal. Margir nemendur stigu á stokk og má þar nefna Andreu í 10. bekk og Brynhildi í 9. bekk sem báðar sungu falleg lög og Einar einstaka, töframann úr 10. bekk, sem sýndi ýmis töfrabrögð og kenndi skólafélögum sínum nokkur þeirra. Magnús í 8. bekk lék á píanó, og tvær stelpur í 8. bekk spiluðu á blásturshljóðfæri. Einnig sýndu tvær stúlkur úr 7. bekk skemmtilegan dans. Þegar þessu var lokið var slegið upp balli og dansað til klukkan tíu en þá fóru nemendur sælir heim í jólafrí eftir vel heppnað og skemmtilegt kvöld.

Myndir frá jólaskemmtuninni má sjá á myndasíðu skólans.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira