logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja
24.05.2011 12:30

260Þann 13.maí sl. fóru tveir kennarar þær Hanna María Helgadóttir og Jóna Dís Bragadóttir og fimm nemendur úr 10. HMH í Varmárskóla til Sauilai í Litháen til að taka þátt í verkefninu „Start with your self“.  Nemendurnir sem fóru í þessa ferð voru Marteinn Geir, Stefán Örn, Helgi, Ingvar Þór og Axel Helgi. Ferðin tók eina viku, en þetta er samstarfsverkefni fjögurra landa en þau eru Ísland, Lettland, Litháen og Svíþjóð og er styrkt af Nordplus Junior.  Í Litháen var þemað íþróttir. Nemendur og kennarar frá öllum löndunum hittust þarna um 50 manns og er það í fjórða og jafnframt síðasta sinn í vetur sem hópurinn hittist og er verkefninu þar með formlega lokið en það tekur eitt skólaár. Við fórum í skoðunarferðir og meðal annars skoðuðum við mjög einstakt sandrif við Eystrastaltið sem er á minjaskrá UNESCO og fórum til Vilnus sem er höfuðborgin í Litháen. Ferðin heppnaðist frábærlega, nemendurnir voru skólanum sínum til mikils sóma.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira