logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Skólakór Varmárskóla á Landsmóti barnakóra á Selfossi

14.04.2011

Landsmót íslenskra barnakóra var haldið í 17. sinn helgina 8. - 10. apríl en landsmótið eru haldin annaðhvert ár. Skólakór Varmárskóla hefur tekið reglulega þátt í mótunum svo að segja frá upphafi og mun þetta vera í 15. sinn sem kórinn tekur þátt í slíku móti. Rúmlega 400 börn tóku þátt í mótinu sem heppnaðist vel. Elstu krakkarnir frumfluttu mjög krefjandi tónverk, Huldumál eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson sem samið var sérstaklega fyrir mótið. Einnig sungu þeir í fjölskyldumessu í Selfosskirkju. Auk þess voru frumflutt 4 ný lög eftir Þóru Marteinsdóttur á lokatónleikum mótsins sem haldnir voru í íþróttahúsi Vallarskóla á sunnudeginum. Myndir frá kórmótinu eru á myndasíðunni okkar.

 

Vortónleikar Skólaskórs Varmárskóla verða þriðjudaginn 10.maí klukkan 19:30 í hátíðarsal Varmárskóla.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira