logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Öskudagurinn í Varmárskóla

09.03.2011

ÖskudagurÖskudagurinn í Varmárskóla var með skemmtilegu sniði nú eins og árin á undan. Í skólann mætti fjöldinn allur af furðuverum sem skemmtu sér vel saman.

Nemendur mættu kl. 8:10 og var kennsla til kl. 10:00. Tók þá við fjölbreytt dagskrá s.s.karíokí, kötturinn sleginn úr tunnunni, allir dansa kónga og fleira skemmtilegt. Skólahljómsveitin leiddi kóngadansinn um alla eldri deildina.

Í karíokíkeppni 6.bekkinga sigraði Halldór Ívar Stefánsson í 6-HG. Söng hann lag úr söngleiknum Rocky Horror af mikilli snilld. Í öðru sæti voru Ægir, Erna og Guðbjörn í 6-ÁGM og Úlfar Darri hlaut 3.sætið.  Að lokum endaði fjörið með pizzaveislu og voru allir leystir út úr húsi með sælgætispokum í boði foreldrafélagsins.

Myndir frá deginum eru komnar á myndasíðuna.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira