logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Kynningarfundir

02/09/18
Eldri deildin hefur nú hafið kynningarfundi á skólastarfinu fyrir foreldra. Í vikunni verður fundur með foreldrum tíunda bekkja. Yngri deildin hefur ákveðið að breyta fyrirkomulagi á kynningarfundum yngri nemenda vegna dræmra aðsóknar undanfarin ár. Haldnir verða kvöldfundir þar sem fræðsla og umræður verða á dagskrá. Gert er ráð fyrir að foreldrar 1. -2 bekkja verði saman, 3.-4.bekkja og svo 5. og 6.bekkja. Þetta verður auglýst fljótlega.
Meira ...

Skólasetning og skólabyrjun - tímasetningar

16/08/18
Þann 21. ágúst verða nemendaheimsóknir fyrir nýnema. kl. 12:30 er nýjum nemendum í 7. - 10. bekk boðnir í heimsókn í eldri deild. Kl. 13:00 er nemendum í 1. - 6.bekk boðið í heimsókn ý yngri deild. Kl. 13:30 er nemendum boðið í heimsókn í 1. - 5.bekk. Þessar heimsóknir eru hugsaðar fyrir þá nemendur sem ekki hafa komið í heimsókn og skoðað skólann áður. Skólasetning verður fimmtudaginn 23. ágúst og hefst skóli 24.ágúst 2018 samkvæmt stundatöflu.
Meira ...

Viltu hafa gaman í vinnunni - Varmárskóli leitar að frístundaleiðbeinendum í hlutastarf

09/08/18
Frístundaselið Tröllabær við Varmárskóla óskar eftir starfsfólki veturinn 2018-2019. Frístundaleiðbeinendur taka þátt í skipulagningu faglegs frístundastarfs og leiðbeina börnum í leik og starfi í samvinnu við samstarfsfólk. Um hlutastörf er að ræða og vinnutími frá kl. 13:00 – 17:00. Möguleiki er á styttri vinnutíma og staka daga. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf frá og með 21.ágúst.
Meira ...

Ertu að flytja í Mosfellsbæ og átt eftir að skrá barnið í skóla?

19/07/18
Við viljum minna á að skrá þarf börn í skóla þegar flutningar eiga sér stað. Skráning fer fram á Íbúagátt Mosfellsbæjar: http://ibuagatt.mosfellsbaer.is. Þar eru börn skráð í skóla og í mötuneyti og frístund eftir því sem við á. Sama gildir um flutninga úr bænum. Þá þarf að fara inn á íbúagáttina og setja inn tilkynningu þar sem óskað er eftir að skrá barn úr skóla og mötuneyti.
Meira ...

Útskrift 10.bekkja

08/06/18Útskrift 10.bekkja
Útskrift 10. bekkjar fór fram við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 7. júní. Útskrifaðir voru 90 nemendur úr fjórum bekkjadeildum. Nokkrir nemendur hlutu viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur auk þess sem kór skólans söng og Agla Þórarinsdóttir, nemandi í 10. bekk, lék á píanó. Starfsfólk Varmárskóla óskar útskriftarnemum innilega til hamingju með áfangann. Við þökkum þeim ánægjuleg kynni á liðnum árum og óskum þeim bjartrar framtíðar.
Meira ...

Útivistardagar og skólaslit

04/06/18
Þessa vikuna verða útivistardagar frá 5. - 7. júní 2018. Tíundi bekkurinn fór í lokaferðalagið sitt mánudaginn 4. júní og koma til baka seinnipartinn 6.júní. Skóla lýkur hjá 1. - 9.bekk kl. 13:00 þessa útivistardaga og fer skólabíllinn kl. 13:10. Útskrift hjá 10. bekk fer fram fimmtudaginn 7. júní kl. 17:30 í sal eldri deildar. Skólaslit hjá 1. - 9.bekk verður föstudaginn 8. júní og þau fara fram í íþróttahúsinu en svo fara bekkir í heimastofur að athöfn lokinni, fá vitnisburð athentan og kveðja umsjónarkennara og bekkjarfélaga. Enginn rútuakstur er þennan dag. 4. - 6. bekkur klukkan 10:00 7. - 9. bekkur klukkan 11:00 1.-3. bekkur klukkan 12:00
Meira ...

Opið hús í Brúarlandi 7. júní- ertu að hugsa um að skrá barnið þitt í nýja Helgafellsskóla?

01/06/18Opið hús í Brúarlandi 7. júní- ertu að hugsa um að skrá barnið þitt í nýja Helgafellsskóla?
Fimmtudaginn 7. júní frá kl. 15:00-18:00 verður opið hús í Brúarlandi. Þar munu stjórnendur sitja við svörum og sýna húsnæðið. Mikið er um flutninga í nýtt Helgafellshverfi. Margir eru að velta fyrir sér að færa barnið sitt yfir í nýja skólann. Við hvetjum fólk til að koma og hitta okkur. Brúarland/Helgafellsskóli verður næsta haust með nemendur í 1. - 5.bekk. Síðan mun á ári hverju bætast við nýr bekkur þar til skólinn er kominn með 10.bekk.
Meira ...

Litla upplestrarkeppnin hjá 4.bekk í Varmárskóla

29/05/18Litla upplestrarkeppnin hjá 4.bekk í Varmárskóla
Litla upplestrarkeppnin var haldin í sjötta sinn í Varmárskóla og stóð frá mars - maí. Hátíðin var fyrst haldin í Hafnarfirði árið 2010. Keppnin fer fram í fjórða bekk og keppa nemendur fyrst og fremst við sjálfan sig. Markmið keppninnar er að: - Vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. - Leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins. - Fá alla nemendur til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju. - Að hver og einn bæti árangur sinn í upplestri og sé því í raun og veru að keppa við sjálfan sig til að ná því takmarki. Það keppast allir við að gera sitt besta og verða betri í dag en í gær.
Meira ...

Heimsókn verðandi 1. bekkinga í Varmárskóla

28/05/18Heimsókn verðandi 1. bekkinga í Varmárskóla
Kæru nýnemar sem stígið nú ykkar fyrstu skref í grunnskóla og foreldrar/forráðamenn Fimmtudaginn 31. maí langar okkur að bjóða ykkur í heimsókn, það er verðandi nemendum í 1. bekk ásamt foreldrum/forráðamönnum.
Meira ...

Yfirlýsing frá starfsfólki Varmárskóla

25/05/18
Starfsfólk Varmárskóla harmar þá neikvæðu umræðu sem hefur átt sér stað um skólastarfið í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og þykir brýnt að það verði ekki bitbein pólitískrar umræðu í bænum. Skólinn er vinnustaður rúmlega 800 nemenda og á annað hundrað starfsmanna. Við hvetjum til þess að stuðlað verði að því að friður ríki um skólastarfið svo nemendur og starfsmenn skólans fái að sinna námi sínu og starfi. Munum að jákvæð og uppbyggileg umræða um skólastarfið er heillavænlegri til að byggja upp jákvætt skólasamfélag. Starfsfólk Varmárskóla
Meira ...

Síða 1 af 58

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira