logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Bollu-og öskudagur og vetrarfrí

16.02.2015
Bolludagur er á mánudaginn 16. febrúar. Þá mega nemendur mega koma með bollu í skólann til að borða í nestinu. Öskudagur er síðan miðvikudaginn 18. febrúar. Þetta er öðruvísi skóladagur og nemendur og starfsfólk mæta í búningum í skólann. 

Sund fellur niður þennan dag og ekki þarf að mæta með íþróttaföt heldur verða þessir tímar með öðru sniði en vanalega. 

Stundatafla er brotin upp með öskudagsballi og/eða kóngadansi fyrir alla árganga skólans. Einnig er 6. bekkur með söngkeppni á sal.

Vinsamlegast munið að nemendur (sérstaklega í yngri deild) fara út í frímínútur og þurfa því að vera klædd eftir veðri.

Í hádegismat á öskudag verður pizza og geta þeir sem ekki eru skráðir í mötuneytið skráð sig sérstaklega þennan dag. Skráð er hjá ritara og þar er tekið á móti greiðslu, kr. 500. fyrir mánudaginn 16. febrúar .

Allri kennslu lýkur kl. 13:00 þennan dag og skólabíll fer kl. 13.15 og 16.00. Mælst hefur verið til þess að fyrirtæki í Mosfellsbæ byrji ekki að gefa sælgæti/gjafir fyrr en eftir þann tíma. 

hér má sjá krakkanaNemendur sem skráðir eru í frístundasel fara þangað eftir kennslu. 

Þeir foreldrar sem vilja fá leyfi fyrir þau börn sem sækja frístundasel þurfa að hafa samband við Guðrúnu forstöðumann frístundasels í síma 693 6721 eða í tölvupósti fristund@varmarskoli.is fyrir kl. 12.00 á öskudaginn.

Við beinum þeim tilmælum til foreldra að fá ekki leyfi fyrir börnin á öskudag. 

Vetrarfrí verður svo fimmtudaginn 19. og föstudaginn 20. febrúar. Skóli hefst að nýju mánudaginn 23. febrúar.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira