logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Norðurlandakvöld hjá 6.bekk

17.02.2015 15:45
Í síðustu viku sýndu 6. bekkir Varmárskóla afrakstur sinn í samþættu verkefni sem samanstóð af verkefnum úr upplýsingatækni, samfélagsfræði, dansi, myndmennt og heimilisfræði á Norðurlandakvöldi. Hver bekkur bauð aðstandendum til að koma á kynningu. Nemendur höfðu útbúið fræðslu um Norðurlöndin sem þau kynntu fyrir gestum. Að lokinni kynningu dönsuðu nemendur færeyskan dans og fengu gestin með sér út á gólfið. Því næst var gestum boðið upp á glæsilegar veitingar sem nemendur og heimilisfræðikennari hafa undirbúið í vetur og þemað var að sjálfsögðu Norðurlöndin. Myndir frá kvöldunum má sjá á myndasíðu okkar.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira