logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Sveitaferð 1. IE

28/05/13

 Sveitaferd 1. IE (8) (800x600)Fyrsti bekkur IE hélt bekkjarkvöld að Hraðastöðum í Mosfellsdal. Það var mjög skemmtileg, gott veður og góð mæting. Grillaðar voru pylsur.  Á Hraðastöðum eru kindur, hestar, kanínur, hundar og hænur. Fleiri myndir á myndasíðu

Meira ...

Skólaheimsókn væntanlegra 1. bekkinga

28/05/13

Skolaheimsokn_mai (11) (800x532)Fimmtudagsmorgun 23. maí komu væntanlegir nemendur í 1. bekk Varmárskóla í heimsókn ásamt foreldrum sínum. Allir mættu fyrst á sal þar sem Þóranna skólastjóri tók á móti þeim og ræddi við börn og foreldra um skólabyrjun. Eftir það var nemendum boðið með kennurum í stofur í spjall og verkefnavinnu meðan foreldrar sátu eftir í sal. Þar kynnti Guðrún Bjarkadóttir skólahjúkrunarfræðingur hlutverk sitt í skólanum og Solveig Ólöf Magnúsdóttir deildarstjóri fór yfir mikilvægi lestrarnáms. Nemendur fengu poka heim með lítilli verkefnabók og ýmsum upplýsingum um nýja skólann sinn.

Myndir á myndasíðu

Meira ...

Samráð um framtíð skóla og skólabygginga í Mosfellsbæ

22/05/13

Stefnumót við framtíðina í skólamálum Mosfellsbæjar Eins og kunnugt er stendur Mosfellsbær á tímamótum varðandi gerð nýrra skólabygginga fyrir leik- og grunnskóla. Af því tilefni býður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar íbúum bæjarins og þeim sem nær standa skólasamfélaginu til samráðs um skóla og skólabyggingar í nútíð og framtíð.

Meira ...

Valbók unglingastig Varmárskóla

15/05/13

Nú er komið að því að nemendur sem verða í 8., 9. og 10. bekk næsta skólaár þurfi að velja. Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn aðstoði nemendur með valið og það sé vel ígrundað.

Valbók og valblöðin má nálgast hér.

Meira ...

Vel heppnaðir vortónleikar skólakórs Varmárskóla

15/05/13

skolakor (800x600)Skólakór Varmárskóla var með vortónleika sína þriðjudagskvöldið 14.maí. Eins og sjá má á myndinni er kórinn skipaður mörgum félögum. Kórinn er með þrjár skiptingar, unglinga, miðstig og yngsta stig. Á tónleikunum sungu kórarnir ýmist saman eða í sitthvoru lagi. Guðmundur Ómar kórstjóri á hrós skilið fyrir stjórn kórsins og kórfélagar fyrir þátttöku og útkomu í glæsilegum kór.

Meira ...

Vortónleikar Skólakórs Varmárskóla

10/05/13

vortonleikarSkólakór Varmárskóla heldur vortónleika í sal Varmárskóla þriðjudaginn 14.maí klukkan 18:00.

Um 70-80 börn og unglingar hafa tekið þátt í kórstarfinu í vetur sem hefur verið mjög blómlegt. Meðal annars tók kórinn þátt í landsmóti íslenskra barnakóra sem fram fór í Kópavogi í apríl.

Á liðnum árum hefur kórinn víða komið fram bæði innanlands og utan, m.a. farið í söngferðir til Noregs, Frakklands, Danmerkur og Spánar.

Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og lífleg að vanda. Hvetjum alla sem unna góðri tónlist að mæta og sjá hvað krakkarnir eru flottir í skólakór Varmárskóla.

Söngstjóri er Guðmundur Ómar Óskarsson.

Meira ...

Fræðslukvöld í Krikaskóla – opið fyrir alla

01/05/13

Læsi og grunnþættir námsFimmtudaginn 2. maí, kl. 20 verður haldið fræðslukvöld í Krikaskóla um læsi og grunnþætti náms. Fyrirlesari verður Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi í Noregi. Hermundur mun fjalla um ýmsa áhugaverða þætti í fyrirlestri sínum..

Meira ...

Litla upplestrarkeppnin í 4.bekk

22/04/13

upplestrarkDagana 22. - 24. apríl fór fram litla upplestrarkeppnin hjá 4.bekk. Nemendur lásu ljóð og texta og stóðu sig mjög vel. Foreldrar mættu og fylgdust með börnunum lesa og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna. Myndir koma fljótlega á myndasíðuna en ein móðir sendi okkur myndir og video sem sjá má hér:

https://vimeo.com/64549919

Meira ...

Kiwanis gáfu 1.bekkingum reiðhjólahjálma

22/04/13

Reidhjolahjalmar_1b (800x599)Mánudaginn 22.apríl komu Kiwanis félagar færandi hendi með reiðhjólahjálma fyrir 1.bekkinga. Guðrún skólahjúkrunarfræðingur var með fræðslu um hjálmanotkun og sýndi krökkunum sýnidæmi ef höfuðið okkar væri egg og hvað gerðist ef það skylli a jörðina með engan hjálm og svo hvað gerist ef eggið er með hjálm.

Við þökkum Kiwanis félögum fyrir góða gjöf og vonumst til að krakkarnir passi sig í umferðinni og eru alltaf með hjálm þegar þau eru úti að hjóla.

Myndir eru á myndasíðunni.

Meira ...

Nám til framtíðar

12/04/13

namtilframtidar_vefKynningarblað um nýjar aðalnámskrár og nýr upplýsingavefur

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út kynningarblað um nýju aðalnámskrárnar og er því dreift um allt land. Blaðinu er ætlað að kynna nemendum, foreldrum og öðrum hagsmunaaðilum nýjar áherslur í menntun leikskólabarna, grunn- og framhaldsskólanemenda. Þá hefur einnig verið opnaður nýr vefur namtilframtidar.is, þar sem veittar eru upplýsingar um námsskrárnar, áherslur í menntamálum og fleira.

Hér má sjá kynningarblað á pdf formi.

Meira ...

Síða 3 af 6

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira