logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Skólasetning 23.ágúst

16/08/13

Skólasetning Varmárskóla verður 23.ágúst.

1. bekkur er boðaður í viðtal til umsjónarkennara annaðhvort 22.ágúst eða 23.ágúst. Foreldrar fá um það póst, en ef bréf berst ekki þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu.

2. bekkur - kl. 9:00 í hátíðarsal yngri deildar

3. - 4. bekkur - kl. 9:30 í hátíðarsal yngri deildar

5. - 6. bekkur - kl. 10:00 í hátíðarsal yngri deildar

8.-9. bekkur - kl. 11:00 í sal eldri deildar

7. bekkur - kl. 11:30 í sal eldri deildar

10. bekkur - kl. 12:00 í sal eldri deildar.

Meira ...

Innkaupalistar og skólaheimsókn

16/08/13

Innkaupalistar fyrir skólaárið 2013-2014 eru komnir inná heimasíðuna. þá má finna hér.

Nýir nemendur sem eru að hefja nám við Varmárskóla nú í haust eru boðið að koma í kynningu áður en skóli hefst.

Um er að ræða nýja nemendur sem ekki hafa fengið kynningu á skólanum.

 

Þetta á því ekki við nemendur sem eru að hefja nám í 1.bekk eða eru að koma úr Krikaskóla og hefja nám við Varmárskóla í 5.bekk.

Skólaheimsóknin fer fram fimmtudaginn 22.ágúst kl. 13:00. Mæting er í anddyrum skólanna.

Meira ...

Nýtt skólaár að hefjast

07/08/13

Skólaárið 2013-2014 er nú senn að hefjast.

Kennarar mæta í endurmenntun dagana 13. og 14.ágúst. Þann 15.ágúst mæta allir starfsmenn til vinnu og byrja að skipuleggja nýtt skólaár.

 

Innkaupalistar verða settir inn á síðu Varmárskóla mánudaginn 19.ágúst.

Skólasetning verður föstudaginn 23.ágúst - auglýst nánar síðar.

Meira ...

Myndir frá skólaslitum 5.júní

06/06/13

skolaslit (12) (800x533)Skólaslit Varmárskóla fóru fram miðvikudaginn 5. júní. Mikið húllumhæ var í gangi og mátti sjá nemendur, foreldra og starfsfólk í fjölmörgum leikjum á skólalóðinni. Hjólaþrautir og hjólaskoðun fór fram undir styrkri stjórn kennara og dr. Bæk. Sápukúlur flugu um loftin, fjársjóðskistur voru opnaðar eins og ekkert væri sem og boltar og húlluhringir þutu um vellina. Myndir frá skólaslitunum má sjá á myndasíðunni.

 

Starfsfólk Varmárskóla þakkar fyrir skólaárið.

Skólasetning fyrir skólaárið 2013-2014 verður 23. ágúst eins og sjá má á skóladagatali.

Meira ...

Skólaslit miðvikudaginn 5.júní kl. 16:00-18:00

05/06/13

Skólaslit Varmárskóla 1. - 9. bekkur

sunshineMiðvikudaginn 5.júní verða skólaslit Varmárskóla. Þau byrja með "Húllum hæi" út á skólalóð kl. 16:00. Þar verða ýmsar þrautir og útileikir. Níundi bekkingar munu selja grillaðar pylsur og gos fyrir ferðasjóð sinn næsta skólaár en ekki er hægt að taka við kortum.. Við hvetjum alla sem það geta að koma hjólandi eða gangandi þar sem bílastæðin eru fljót að fyllast. Dr. Bæk kemur og og yfirfer hjól þeirra sem það vilja. Einnig verða settar upp skemmtilegar hjólaþrautir, boltaleikir verða í gangi, krítarlist, sápukúlugerð og andlitsmálun.

Hvetjum alla til að koma með góða skapið með sér og draga sólina og góða veðrið með sér.

 

Meira ...

Útskrift nemenda í 10. bekk

05/06/13

10b_utskrift (130) (800x533)Nemendur í 10. bekk skólans voru í gær útskrifaðir við hátíðlega athöfn í skólanum. Að vanda var margt um manninn við athöfnina og gestir mættu prúðbúnir til að fagna með útskriftarnemunum. Þórhildur Elfarsdóttir skólastjóri flutti hátíðarræðu ásamt því sem Rósborg Halldórsdóttir, formaður nemendaráðs og Sólveig Franklínsdóttir fulltrúi foreldrafélagsins ávörpuðu samkomuna. Fulltrúar tveggja bekkjadeilda báðu einnig um orðið og heiðruðu umsjónarkennara sína.

 

Í Varmárskóla eru margir hæfileikaríkir nemendur og nokkrir þeirra fluttu tónlistaratriði fyrir gesti. Gunnar Hinrik Hafsteinsson 10. KÁ spilaði á gítar, Sigríður María Hilmarsdóttir 10. KH spilaði á gítar og söng og Melkorka Þorkelsdóttir 10. HH lék á píanó ásamt því sem Varmárskólakórinn flutti nokkur lög undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar.

Að vanda voru nemendur verðlaunaðir fyrir framúrskarandi námsárangur. Hildur Davíðsdóttir 10. KÁ hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur í íslensku. Rósborg Halldórsdóttir 10. KÁ hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur í stærðfræði, líffræði og íþróttum. Arna Karen Jóhanndóttir 10. KÁ og Gabríel Reynir Arnarson 10. HE hlutu verðlaun fyrir góðan námsárangur í ensku. Harpa Helgadóttir 10. HH hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur í íslensku, dönsku og eðlisfræði. Einar Karl Jónsson 10. KÁ hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur í íþróttum og Guðbjörg Ósk Jónsdóttir 10. KÁ fyrir góðan námsárangur í samfélagsfræði. Kristján Jónasson 10. HH hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur í grafík og Melkorka Þorkelsdóttir 10. HH fyrir góðan námsárangur í myndmennt. Jón Hjörtur Pétursson 10. KÁ hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur í hönnun og smíði og Thelma Dögg Grétarsdóttir 10. KÁ fyrir góðan námsárangur í lífsleikni. Jón Hugo Bender 10. HH og Katarina Ananiev 10. HE hlutu verðlaun fyrir góðan námsárangur í sænsku. Ylfa Rós Margrétardóttir 10. HE og Rósborg Halldórsdóttir 10. KÁ hlutu viðurkenningu fyrir félagsstörf og Ylfa Rós fékk einnig framfaraverðlaun.    

Besta námsárangri vorið 2013 náðu þær Hildur Davíðsdóttir og Rósborg Halldórsdóttir í 10. KÁ.

Að verðlaunaafhendingunni lokinni afhenti Þórhildur skólastjóri nemendum brautskráningarskírteini sín og umsjónarkennarar færðu nemendum sínum rósir. Að athöfninni lokinni bauð foreldrafélagið gestum upp á veitingar.

Starfsfólk Varmárskóla óskar 10. bekkingum til hamingju með útskriftina, þakkar þeim samveruna og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Fleiri myndir á myndasíðunni: 10.b - Útskrift

Meira ...

Útskriftarferð 10.bekkjar Varmárskóla

02/06/13

Utskrift_10b-10Nemendur í 10. bekk Varmárskóla héldu dagana 29.-31. maí í útskrifarferð ásamt umsjónarkennurum sínum. Ferðinni var heitið í Skagafjörð þar sem gist var í Varmahlíðarskóla. 

Fyrsta daginn var farið í Wipeoutbrautina á Bakkaflöt þar sem krakkarnir fóru í gegnum sérstaka þrautabraut. Fæstir komust þurrir frá þrautabrautinni og því var næst haldið í sund í Varmahlíð. Eftir kvöldmat var síðan haldið í klettaklifur og sig með aðstoð björgunarsveitarinnar á staðnum og í skotfimi hjá Skotfélaginu Ósmanni á Sauðárkróki þar sem nemendur fengu að spreyta sig á æfingabraut félagsins. 

Daginn eftir var haldið í flúðasiglingu niður Jökulsá vestari við mikla ánægju nemenda og stór hópur nemenda og huguðustu kennararnir stukku út í ána fram af kletti. Einnig var farið í litbolta á litboltasvæðinu við Bakkaflöt. Það voru þreyttir en ánægðir nemendur sem héldu heim á leið á föstudaginn eftir frábæra ferð í Skagafjörðinn.

Fleiri myndir á myndasíðunni: 10.b-Útskriftarferð

Meira ...

Skólaferðalag 10.bekkinga - heimkoma

31/05/13

10. bekkur er búinn að vera í skólaferðalagi. Von er á hópnum upp í skóla í dag um kl. 14:15/14:30

Meira ...

Heimsókn á Alþingi - 2 bekkur

30/05/13

2.b Althingi (12) (800x600)Börnin í 2. bekk fóru í heimsókn í Alþingishúsið miðvikudaginn 29. maí. Þau fengu leiðsögn um húsið og þótti þeim það mjög áhugavert. Börnin borðuðu nestið á Austurvelli og fóru í göngutúr um miðbæinn. Þau skoðuðu fuglana á tjörninni og skoðuðu líkan af Íslandi í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Fleiri myndir á myndasíðu: 2b. Alþingi

Bestu kveðjur
2. bekkur

Meira ...

Laxnessfjöðrin afhent í Varmárskóla

28/05/13

Laxnesfjodrin (2) (800x533)Í morgun veitti frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti fjórum stúlkum úr Mosfellsbæ Laxnessfjöðrina sem er viðurkenning sem Samtök móðurmálskennara veita fyrir ritlist. Þær Margrét Dís Stefánsdóttir og Kristjana Björnsdóttir úr Varmárskóla og Andrea Dagbjört Pálsdóttir og Diljá Guðmundsdóttir úr Lágafellsskóla hlutu viðurkenninguna í ár fyrir verk sem þær sömdu í tengslum við ritunarátak innan skólanna.

 

Myndirnar tók Jóhannes Reykdal en þær eru á myndasíðunni. Einnig birtist frétt um þetta á mbl.is

 

Meira ...

Síða 2 af 6

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira