logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Útskrift nemenda í 10. bekk

05.06.2013 09:39

10b_utskrift (130) (800x533)Nemendur í 10. bekk skólans voru í gær útskrifaðir við hátíðlega athöfn í skólanum. Að vanda var margt um manninn við athöfnina og gestir mættu prúðbúnir til að fagna með útskriftarnemunum. Þórhildur Elfarsdóttir skólastjóri flutti hátíðarræðu ásamt því sem Rósborg Halldórsdóttir, formaður nemendaráðs og Sólveig Franklínsdóttir fulltrúi foreldrafélagsins ávörpuðu samkomuna. Fulltrúar tveggja bekkjadeilda báðu einnig um orðið og heiðruðu umsjónarkennara sína.

Í Varmárskóla eru margir hæfileikaríkir nemendur og nokkrir þeirra fluttu tónlistaratriði fyrir gesti. Gunnar Hinrik Hafsteinsson 10. KÁ spilaði á gítar, Sigríður María Hilmarsdóttir 10. KH spilaði á gítar og söng og Melkorka Þorkelsdóttir 10. HH lék á píanó ásamt því sem Varmárskólakórinn flutti nokkur lög undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar.

 

Að vanda voru nemendur verðlaunaðir fyrir framúrskarandi námsárangur. Hildur Davíðsdóttir 10. KÁ hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur í íslensku. Rósborg Halldórsdóttir 10. KÁ hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur í stærðfræði, líffræði og íþróttum. Arna Karen Jóhanndóttir 10. KÁ og Gabríel Reynir Arnarson 10. HE hlutu verðlaun fyrir góðan námsárangur í ensku. Harpa Helgadóttir 10. HH hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur í íslensku, dönsku og eðlisfræði. Einar Karl Jónsson 10. KÁ hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur í íþróttum og Guðbjörg Ósk Jónsdóttir 10. KÁ fyrir góðan námsárangur í samfélagsfræði. Kristján Jónasson 10. HH hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur í grafík og Melkorka Þorkelsdóttir 10. HH fyrir góðan námsárangur í myndmennt. Jón Hjörtur Pétursson 10. KÁ hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur í hönnun og smíði og Thelma Dögg Grétarsdóttir 10. KÁ fyrir góðan námsárangur í lífsleikni. Jón Hugo Bender 10. HH og Katarina Ananiev 10. HE hlutu verðlaun fyrir góðan námsárangur í sænsku. Ylfa Rós Margrétardóttir 10. HE og Rósborg Halldórsdóttir 10. KÁ hlutu viðurkenningu fyrir félagsstörf og Ylfa Rós fékk einnig framfaraverðlaun.    


Besta námsárangri vorið 2013 náðu þær Hildur Davíðsdóttir og Rósborg Halldórsdóttir í 10. KÁ.

Að verðlaunaafhendingunni lokinni afhenti Þórhildur skólastjóri nemendum brautskráningarskírteini sín og umsjónarkennarar færðu nemendum sínum rósir. Að athöfninni lokinni bauð foreldrafélagið gestum upp á veitingar.  Starfsfólk Varmárskóla óskar 10. bekkingum til hamingju með útskriftina, þakkar þeim samveruna og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni. Fleiri myndir á myndasíðunni: 10.b - Útskrift

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira