logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Heimsókn menntamálaráðherra

18.11.2015 08:46
Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson kom í heimsókn í Varmárskóla á degi íslenskrar tungu. Með honum í för voru starfsmenn ráðuneytis, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson og fleiri. Heimsóknin hófst með tónlist frá meðlimum í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar í anddyri yngri deildar og síðan var haldið í hátíðarsal skólans. Þar tók við fiðluleikur og valin atriði úr báðum deildum frá því um morguninn. Skólakórinn leiddi söng milli atriða. Nemendur stóðu sig einstaklega vel og vönduðu sig. Að lokum lá í skoðunarferð í eldri deild þar sem kíkt var í kennslustundir.  Nokkrar myndir frá heimsókn eru á myndasíðu.
Þess má að lokum geta að á hátíðardagskrá dagsins á Bókasafni Mosfellsbæjar voru m.a. Anna Thelma Stefánsdóttir sem er nemandi í 10. bekk Varmárskóla og Þóra Björg Ingimundardóttir sem er fyrrverandi nemandi við skólann. Þær sungu báðar listavel.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira