logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Bekkjarkvöld hjá 2-ÁH

17/02/12

2AH bekkjarkvold (19)Bekkjarkvöld var haldið hjá 2-ÁH þann 9. febrúar. Á dagskrá voru fjögur leikrit, tónlistaratriði og söngur. Eftir sýningu voru veglegar veitingar í boði foreldranna. Þetta var skemmtileg kvöldstund. Fleiri myndir á myndasíðu.

Meira ...

Verðlaunaafhending hjá 5.bekk í afmælisskákmóti skólans

17/02/12

5b_skak_verdlaun (4)Þórdís Ásgeirsdóttir kennari í vinaleið hefur staðið fyrir afmælisskákmóti í tilefni 50 ára afmæli Varmárskóla. Allir þátttakendur skákmótsins fengu viðurkenningu og þeir sem lentu í efstu sætum í stúlkna og drengjaflokki fengu auk þess verðlaunapening. Þórdís kom einnig færandi hendi og hefur heklað vinabönd fyrir alla 350 nemendur skólans í tilefni kærleiksvikunnar. Nemendur fengu því líka glæsileg vinabönd. Fleiri myndir á myndasíðunni undir 5.bekkur - afmælishátíð.

Meira ...

Nemendur úr 9. og 10. bekk í Varmárskóla heimsóttu Riga í Lettlandi 11. – 16. febrúar

17/02/12

116Vikuna 11. – 16. febrúar voru 15 nemendur og þrír kennarar úr Varmárskóla,  í  Riga í Lettlandi að taka þátt í Nordplus junior verkefni.  Nemendurnir heimsóttu  jafnaldra sína í  Rīgas Zolitūdes Ģimnazija skólanum.

Meira ...

Þorrablót hjá 4-JV

15/02/12

4JV_bekkjarkvold (26)Krakkarnir í 4. JV voru með Þorrablót og buðu foreldrum uppá kynningu úr námsefninu um Ísland áður fyrr. Börnin og foreldrar þeirra komu með girnilegan Þorramat, sem allir gæddu sér á. Sjá fleiri myndir á myndasíðunni 4.JV Þorrablót.

Meira ...

Ekki verður farið í skíðaferðina í eldri deild í dag.

15/02/12

Lokað er í Bláfjöllum í dag og því verður ekki farið í skíðaferðalagið í dag. Kennsla samkvæmt stundatöflu er í dag.

Meira ...

ABC barnaþorpin í Nairobi í Kenía

13/02/12

5b_ABC_sofnunNemendur í 5. bekk munu fara um allan bæ um helgina að safna peningum í söfnunarbauka fyrir ABC.  Krakkarnir fengu öll buff merkt ABC, þau munu bera þau þegar þau eru að safna.

Meira ...

Valtími hjá 2.bekk

13/02/12

valtimi_2bekkur (3)Börnin í 2.bekk fengu valtíma eftir velheppnuð bekkjarkvöld. Eins og sjá má á myndunum nutu börnin sín. Myndirnar eru á myndasíðu - 2.bekkur - valtími.

Meira ...

Stóra upplestrarkeppnin - undankeppni

10/02/12

Upplestrarkeppni_2012 (6)Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina fór fram í hátíðarsal skólans miðvikudaginn 8. febrúar að viðstöddu fjölmenni. Tíu nemendur kepptu fyrir hönd íslenskuhópa sinna en nemendur höfðu áður valið fulltrúa sína í kennslustund í íslensku.

Meira ...

100 daga hátíð

09/02/12

100 daga h t¡Ð (1)Þriðjudaginn 7.febrúar héldu 1. bekkingar uppá að það eru 100 dagar frá því að skólinn var settur. Krakkarnir komu í búningum og voru með kórónur sem á stóð 100. Þau eru búin að vera að telja hvern dag síðan skólinn byrjaði og flokka dagana í tugi, í dag náðu þau loksins 100.

Meira ...

8. AÞ fékk hvatningarverðlaun Rásar 2 í Lífshlaupinu

08/02/12

Varmárskóli tekur þátt í lífshlaupinu og eru nemendur og starfsfólk hvatt til að hreyfa sig eins oft í viku og tök eru á. 8.AÞ í Varmárskóla var dreginn út í hvatningarleik Rásar 2 og fær í verðlaun ávaxtakörfu frá Ávaxtabílnum. Til hamingju með þetta 8.AÞ. Áfram Varmárskóli!

Meira ...

Síða 10 af 11

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira