logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Stóra upplestrarkeppnin - undankeppni

10.02.2012 09:53

Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina fór fram í hátíðarsal skólans miðvikudaginn 8. febrúar að viðstöddu fjölmenni. Tíu nemendur kepptu fyrir hönd íslenskuhópa sinna en nemendur höfðu áður valið fulltrúa sína í kennslustund í íslensku.  Það voru þær Guðlaug Guðsteinsdóttir, Guðrún Esther Árnadóttir og Birgir Sveinsson sem voru dómarar að þessu sinni og þeirra beið það erfiða hlutverk að velja á milli þessara frábæru lesara. Að lokum voru þau Erna og Agla í 7. EJ og Halldór, Davíð Sindri og Árni í 7. HMH valin fulltrúar Varmárskóla á lokakvöldi Stóru upplestrarkeppninnar sem fram fer í Varmárskóla þann 15. mars nk. Við í Varmárskóla hlökkum til að taka á móti gestum okkar úr Lágafellskóla og að fá að heyra alla þessa frábæru nemendur lesa fyrir okkur.

 

Myndir frá undankeppninni má sjá á myndasíðunni en þær tók Jóna Dís Bragadóttir kennari

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira