logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Fjöruferð hjá 5.bekk 26.ágúst

31/08/11

5.bekkur_fjoruferd (57)Árgangurinn í 5.bekk fór saman í fjöruferð föstudaginn 26.ágúst sl. Hópurinn gekk niður í Leiruvog í blíðskaparveðri. Nesti var snætt þegar í fjöruna var komið. Síðan var strax byrjað að skoða allt sem finnst í fjörunni, enda háfjara og margt að sjá.

 

 

 

 

Meira ...

Skólasetning Varmárskóla

25/08/11

skólasetning 2011 (24) (Small)Þriðjudaginn 23.ágúst 2011 var Varmárskóli settur í fimmtugasta sinn. Í ár hefja 691 nemandi  skólagöngu við skólann í 31 bekkjardeild. Fjölgun er í Varmárskóla frá því árin tvo á undan og kom það okkur skemmtilega á óvart.

Myndir frá skólasetningu eru á myndasíðu.

 

 

 

Meira ...

Ef til verkfalls kemur verður frístundasel Varmárskóla lokað

19/08/11



Gera má ráð fyrir að vegna verkfalls yfirvofandi leikskólakennara verði frístundasel Varmárskóla lokað á meðan á verkfalli stendur eða þar til annað verður ákveðið.

Meira ...

Skólasetning

19/08/11

Varmárskóli verður settur þriðjudaginn 23.ágúst nk. Skóli hefst samkvæmt stundarskrá miðvikudaginn 24. ágúst.

 

Meira ...

Sumarnámskeið barna og unglinga

19/08/11

sumarfjör2011Í sumar verður mikið framboð af spennandi afþreyingu fyrir börn og unglinga. Íþrótta- og tómstundaskóli  Mosfellsbæjar (ÍTÓM) Sumarfjör 2011, verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Lögð verður mikil áhersla á útivist og almennar íþróttir og tómstundir þar sem allir ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Meira ...

Skólabyrjun, innkaupalistar, skólasetning

05/08/11

Innkaupalistar má finna hér.

Nýir nemendur eru boðnir velkomnir í sérstaka nýnemaheimsókn mánudaginn 22.ágúst kl. 13:00. Nemendur hitta umsjónarkennara í anddyri skólanna. Hér er ekki átt við nemendur í 1.bekk sem eru að hefja grunnskólanám og hafa fengið kynningu á vorönn.

Meira ...

Útivist hjá nemendum í yngri deildinni

10/06/11

utivist_ad_vori_yd_juni11 (62)Nemendur og starfsmenn áttu skemmtilega útivistardaga í lok skólaársins. Við klifum fjöll, fórum í fjöru, óðum í fossum, vötnum og ám. Við fórum á Þingvöll, einnig í skemmtigarð og í sund.

Meira ...

Skólaslit 1. - 9.bekkjar

03/06/11

skolasli_ad_vori_11 (32) (800x450)Skólaslit 1. - 9.bekkjar fóru fram föstudaginn 3.júní. Að venju var endað með gleði úti þar sem fjölmargar stöðvar voru í gangi. Má þar nefna trommur, sápukúlur, anditsmálun, útileiki margvíslega og sápufjör hjá eldri deildinni. Dagurinn tókst vel og enduðum við með pylsuveislu.

 

Meira ...

Skólaslit 10.bekkjar

03/06/11

10b_skolaslit (13) (800x534)Miðvikudaginn 1. júní fór útskrift 10.bekkjar fram í sal eldri deildar. Þórhildur skólastýra flutti ræðu, nemendur skólans sáu um tónlistaratriði og formaður nemendafélags sagði nokkur orð. Mosfellskórinn kom og söng nokkur vel valin lög sem og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilaði nokkur lög undir stjórn Daða Þórs Einarssonar stjórnanda.

Meira ...

Unglingarnir á útivistardögunum

01/06/11

utivist (12) (800x534)Unglingarnir hafa verið duglegir á útivistardögum Varmárskóla. Tíundi bekkur fór í skólaferðalag norður í land en sjöundi, áttundi og níundi bekkur hafa látið ýmislegt til sín taka. Myndir frá þessum dögum eru á myndasíðunni undir möppunni unglingar og vordagarnir.  

Meira ...

Síða 77 af 84

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira